Föstudagsmorguninn 4.febrúar byrjaði á ferð upp á 7.hæð hússins míns þar sem ég skellti í þvott, sönnun:
Við drifum okkur svo út og kíktum í 4.hverfi í eina af 10 HUMANA búðuðunum sem eru í Vín. Þetta er evrópsk keðja (held ég, þetta var allavega líka í Berlín) sem er svipuð og Hjálpræðisherinn heima nema oftast miklu stærri búðir og meira úrval. Það er mjög misjafnt hversu ódýr föt þú finnur og hversu duglegar afgreiðslukonurnar eru í að spotta út merki og verðleggja það þá miklu dýrara en hin fötin. En það er greinilega eitthvað 5 evru brjálæði í búðunum þessa dagana, því helmingurinn af fötunum var á um 5 evrur eða minna.
Þarna er ég t.d. með Moschino jakka sem kostaði mun meira en aðrir jakkar þarna.
Því næst röltum við á markaðinn til þess að næra okkur.
Á Naschmarkt eru fullt af litlum veitingastöðum. Okkur langaði í fisk og ákváðum að prófa Nord See en það er keðja sem er víðs vegar um borgina.
Fyrir utan lestarstöðina Kettenbrückengasse þar sem við héldum á leið í aðra HUMANA búð í 12.hverfi
Með afraksturinn fyrir utan búðina
Þegar heim var komið langaði mig að prófa að gera svipaðan rétt og uppáhalds pastaréttinn minn á Vapiano, sem er ítalskur veitingastaður hérna þar sem eldað er fyrir framan mann. Ég mundi uppskriftina og útkoman var vægast sagt góð þar sem mmm heyrðist frá sambýlismanninum allan kvöldverðinn.
Því næst voru súkkulaði cup cakes bakaðar og borðaðar.
Túlípanarnir alveg komnir á síðasta dag..
Loksins loksins loksins!
ReplyDeleteVá hvað ég er ánægð með svona myndadaga :) Og shjæse hvað þetta lítur vel út hjá þér dugnaðarkokkur!
Haha, gaman að sjá myndir af öllu sem þið gerðuð. Mig langar í súkkulaðicupcakes núna!
ReplyDeleteÁnægð með þig búin að vera að bíða eftir bloggi ;)
ReplyDeleteSé að maður verður að taka ferð til Vínar og versla smá
mmmm hvað þetta er girnilegur pastaréttur! :) og cupcakes. mig langar í cupcake núna.
ReplyDeletejá, mjög skemmtilegt að fá svona myndadag :) sæt kápan þín rauða. kostaði hún kannski líka 5 evrur?
vertu nú dugleg að halda áfram í blogginu svo við heima getum fylgst vel og vandlega með öllu sem þið gerið. hehehe, og já, svo ég hafi nú eitthvað að gera á næturvöktum.. eins og núna.
kær kveðja frá systu litlu
takk lovelís :)
ReplyDeleteen já systa mín, næstum því! keypti hana í Rauða Kross búð í Breiðholtinu á 1000kall.
ég lofa lofa að vera duglegri núna