Wednesday, December 22, 2010

Linz, sleðaferð og íslenskt hangikjet


Ég gleymi oftast að ég er með þessa síðu, þess vegna er ég svona léleg. Veit ekki hvort ég eigi eftir að vera eitthvað duglegri.. en það verður örugglega gaman að skoða þetta seinna þegar ég er komin heim.

En, við semsagt fórum í sólarhringsferð til Linz, þriðju stærstu borgar Austurríkis. Þar heimsóttum við Helgu og Lindu, mjög svo gestrisnar systur úr Keflavík sem eru með litla og kósý vinnustofu og hönnunarbúð á æðislegum stað í gamla bæ Linz. Borgin var mjög falleg í veðrinu sem við fengum, allt hvítt og bjart og svo kom jólasnjórinn um kvöldið. Þær voru með jólaglögg/opið hús í búðinni og fullt af fólki kíkti við. Við Eyþór túristuðumst aðeins, röltum um miðbæinn, skoðuðum útsýnið frá kastala og fórum á svaka tæknisafn þar sem við m.a. gátum “skrifað” með augunum. Það var semsagt tæki sem náði að skynja hvert augun miða og ég bað upp bónorðið á stóran vegg þarna í safninu þar sem Eyþór gat lesið.


Fallega jólaskreytt aðalgata Linz

Í Atelier Einfach, hönnunarbúð/vinnustofu Helgu og Lindu

Eyþór fyrir utan mexíkóska veitingastaðinn sem við fórum á


Við komum heim á föstudegi og fórum im kvöldið í heimsókn til vinkonu minnar hennar Önnu um kvöldið. Hún og kærastinn hennar hafa mikinn áhuga á Íslandi, en við Anna erum í svokölluðu “tandem” þar sem við æfum okkur að tala þýsku og íslensku saman en hún er að læra íslensku við Vínarháskóla. Hún bauð okkur upp á vín og hráköku ala Jónsi og maðurinn hans sem eru víst með einhverja uppskriftabók á netinu (já hún veit liggur við meira um Ísland en ég...vandræðalegt).
Daginn eftir var okkur boðið í íslenskt hangikjöt og austurrískt glühwein og áttum við góða kvöldstund með fjórum öðrum Íslendingum.

Hrafnkell og íslensku kræsingarnar



Í síðustu viku fórum við svo í sleðaferð með ESN (erasmus félagslífið) í Semmering, sem er lítið (á austurrískan mælikvarða) skíðasvæði um einum og hálfum km frá Vín. Við fengum trésleða með engum bremsum eða stýri (ég var að búast við alvöru Stiga kvikindi með öllu tilheyrandi) og svo bara brunuðum við niður brekkuna og dúndruðum nokkrum sinnum á hliðaveggina þarna. Eftir fyrstu ferðina vorum við þó orðin aðeins betri og náðum að beygja og “hægja” á okkur aðeins.. þetta var ágætis stuð en ég var frekar smeyk allan tíman! Svo var aprés-sledding í einum skálanum þarna eftir á þar sem fólk hellti í sig áfengi og gómsætri gúllassúpu.





Annars erum við komin í jólafrí, vorum að klára að kaupa allar jólagjafir í dag (þar sem við fáum engar gjafir sendar fyrr en fjölskyldan kemur þá ætlum við að gefa hvort öðru nokkrar litlar gjafir svo það verði eitthvað varið í pakkaopnunina á Aðfangadagskvöld). Við verðum aaalein um jólin þetta árið! Reyndar erum við bara spennt að prófa það þetta árið, við erum búin að gera matseðil fyrir föstudagskvöldið sem mun ekki alveg samanstanda af hamborgarhrygg og eplasalati og hinum týpíska íslenska jólamat, þó svo að drengurinn sé búinn að kaupa sér rauðkál sem hann verður víst að fá með kjötinu.

Annars er spennan í hámarki þessa dagana en á mánudaginn mun hele familían mín koma í heimsókn til okkar! Þannig að við verðum svosem ekki alveg alein yfir hátíðarnar...

Thursday, December 9, 2010

Ginga / Fashion Official Video


Endilega tjékkið á Vínarstrákunum í GINGA.

Snjórinn kom og GINGA heillaði

Jóla”prófin” búin!
Fór reyndar bara í eitt lokapróf og það var frá kúrsinum sem ég er að taka frá HÍ. Fékk að taka prófið í sendiráðinu þar sem annars hefði ég þurft að fljúga heim til þess eins að taka prófið. Fór í það á mánudaginn og er nú þegar búin að fá (jákvæðar) niðurstöður þannig að nú fer ég bara að jóladúllast fram að jólum. Ég er reyndar ennþá á fullu í skólanum hér, fer í jólafrí þar 16.des að ég held. Svo fer allt á fullt í janúar en þá þarf ég að skila tveimur stórum ritgerðum, halda tvo fyrirlestra og fara í eitt munnlegt próf. Önninni lýkur svo í lok janúar og svo er ég í fríi allan febrúar!? (hvað í veröldinni hef ég við mánaðarfrí um miðjan vetur að gera?).

Annars sakna ég þess alveg smá að vera ekki með stelpunum mínum í prófum í HÍ..það er svo notalegt að vera í prófum finnst mér.

Desember byrjaði vel. Fyrsta dag þess mánaðar var nefnilega ansi góður. Hann byrjaði þó með hnökrum þar sem greyið börnin mín sem ég er að kenna ensku í úthverfi Vínar mættu til mín í kennslu hálftíma of seint öll rennvot af snjó þar sem strætóinn þeirra kom ekki (jájá, þið þekkið þetta með meginlandið = allar samgöngur fara í fokk þegar það kemur smá snjór). Sem minnir mig á það... það er byrjað að snjóa í Vín! Ofsalega var ég glöð þegar ekki bara smá “rigningarsnjór” kom heldur vænar snjóflyksur og nokkra daga í röð. Það er ennþá snjór úti, en hann er þó aðeins farinn að minnka sökum rigningar. En þið getið rétt ímyndað ykkur hvað borgin er falleg í snjónum! Öll stóru trén og byggingarnar eru hvítar og fínar...það líst mér vel á. Það er reyndar búinn að vera skítakuldi en þá kom sér vel að eiga sniðuga ömmu sem sá til þess að daginn eftir að það byrjaði að snjóa mætti til okkar pakki með ullarsokkum og ullarennisböndum (og kannski smá lakkrís og kúlur). Gamla sér um sína..





Eeen já hvar var ég. Já, þann 1.des kíktum við í nýju uppáhalds búðina okkar í Vín. Það er samblanda af Góða Hirðinu og Hjálpræðishernum, risastórt húsnæði með eeendalaust af notuðu drasli og fötum. Við komum þaðan út með fullkomna spariskó handa drengnum, pínulítið og sætt jólatré, fullt af seríum og jólakúlum. Engir pokar í boði undir jólaskrautið og öllu saman var dröslað í strætó og lest. Um kvöldið fórum við út að borða á ítalskan veitingastað áður en við fórum á tónleika með austurrísku sveitinni GINGA. Þeir voru gjééggjaðir!! Að sjálfsögðu fengu þeir prik fyrir að vera með fiðlu og þeir voru með svona 2-3 hljóðfæri á mann. Mæli hiklaust með að þið tjekkið á þeim.



Einn laugardaginn kíktum við í fyrsta skipti á jólamarkað. Vín er fræg fyrir jólamarkaðina sína, það eru fullt af þeim útum alla borg. Við fórum á þann stærsta (og túristalegasta) sem er staðsettur fyrir framan Ráðhúsið. Í desember er víst voða vinsælt að hitta vini á jólamarkaði og fá sér nokkra glühwein eða punsch. Eftir markaðsrölt fórum við að skoða Hundertwasserhaus sem er ansi skemmtilega útlítandi bygging. Þetta hefur wikipedia um bygginguna að segja: (já ég nenni ekki að þýða þetta).

The house was built between 1983 and 1986 by architects Univ.-Prof. Joseph Krawina and Peter Pelikan. It features undulating floors ("an uneven floor is a divine melody to the feet”), a roof covered with earth and grass, and large trees growing from inside the rooms, with limbs extending from windows. Hundertwasser took no payment for the design of the house, declaring that it was worth it, to prevent something ugly from going up in its place.




Kvöldið fyrir lokaprófið mitt kíktum við niðrí bæ í sveittar núðlur og röltum um miðbæinn og sjææææse, við vorum mætt í jóladraumaland! Undursamlega fallegar jólaskreytingar héngu milli húsa á aðalgötunum niðrí miðbæ sem eiga sennilega alltaf eftir að láta mig glotta yfir skreytingunum á Laugarveginum góða... ég held það eigi engin borg séns í Vín yfir jólin. Því miður tókum við ekki myndavélina með í þetta skiptið en við munum nú kíkja aftur og þá getið þið séð jóladýrðina.

Eyþór er núna í lokaprófinu í þýskukúrsinum sínum og eftir að hann er búinn ætlum við að taka lestina til Linz, kíkja þar á systur frá Reykjanesbæ (ég nota aldrei þetta nafn en ég man ekki hvort þær eru frá Kef eða Nja... he he) sem eru með búð í Linz með íslenskri hönnun eftir þær sjálfar. Þær eru með jólaglöggspartý í búðinni og við ætlum að kíkja á þær og skoða okkur svo aðeins um í Linz.

Random myndir:

Jólamarkaðurinn við Rathaus

Ég, Annukka frá Finnlandi, Raluca frá Rúmeníu og Ingibjörg á opnun jólamarkaðsins við MuseumQuartier.

Einn af fjölhæfu Ginga meðlimunum, með trommukjuðann hangandi á sér, en á milli þess sem hann spilaði á fiðluna, trommaði hann á trommur og statíf!

Belvedere höllin


Fleiri myndir væntanlegar á facebook og einnig eru fullt af myndum m.a. frá Vín í stærri upplausn og betri gæðum á Flickr síðu Eyþórs og Sæunnar systur hans: http://www.flickr.com/photos/saeunnsaem