Wednesday, December 22, 2010

Linz, sleðaferð og íslenskt hangikjet


Ég gleymi oftast að ég er með þessa síðu, þess vegna er ég svona léleg. Veit ekki hvort ég eigi eftir að vera eitthvað duglegri.. en það verður örugglega gaman að skoða þetta seinna þegar ég er komin heim.

En, við semsagt fórum í sólarhringsferð til Linz, þriðju stærstu borgar Austurríkis. Þar heimsóttum við Helgu og Lindu, mjög svo gestrisnar systur úr Keflavík sem eru með litla og kósý vinnustofu og hönnunarbúð á æðislegum stað í gamla bæ Linz. Borgin var mjög falleg í veðrinu sem við fengum, allt hvítt og bjart og svo kom jólasnjórinn um kvöldið. Þær voru með jólaglögg/opið hús í búðinni og fullt af fólki kíkti við. Við Eyþór túristuðumst aðeins, röltum um miðbæinn, skoðuðum útsýnið frá kastala og fórum á svaka tæknisafn þar sem við m.a. gátum “skrifað” með augunum. Það var semsagt tæki sem náði að skynja hvert augun miða og ég bað upp bónorðið á stóran vegg þarna í safninu þar sem Eyþór gat lesið.


Fallega jólaskreytt aðalgata Linz

Í Atelier Einfach, hönnunarbúð/vinnustofu Helgu og Lindu

Eyþór fyrir utan mexíkóska veitingastaðinn sem við fórum á


Við komum heim á föstudegi og fórum im kvöldið í heimsókn til vinkonu minnar hennar Önnu um kvöldið. Hún og kærastinn hennar hafa mikinn áhuga á Íslandi, en við Anna erum í svokölluðu “tandem” þar sem við æfum okkur að tala þýsku og íslensku saman en hún er að læra íslensku við Vínarháskóla. Hún bauð okkur upp á vín og hráköku ala Jónsi og maðurinn hans sem eru víst með einhverja uppskriftabók á netinu (já hún veit liggur við meira um Ísland en ég...vandræðalegt).
Daginn eftir var okkur boðið í íslenskt hangikjöt og austurrískt glühwein og áttum við góða kvöldstund með fjórum öðrum Íslendingum.

Hrafnkell og íslensku kræsingarnar



Í síðustu viku fórum við svo í sleðaferð með ESN (erasmus félagslífið) í Semmering, sem er lítið (á austurrískan mælikvarða) skíðasvæði um einum og hálfum km frá Vín. Við fengum trésleða með engum bremsum eða stýri (ég var að búast við alvöru Stiga kvikindi með öllu tilheyrandi) og svo bara brunuðum við niður brekkuna og dúndruðum nokkrum sinnum á hliðaveggina þarna. Eftir fyrstu ferðina vorum við þó orðin aðeins betri og náðum að beygja og “hægja” á okkur aðeins.. þetta var ágætis stuð en ég var frekar smeyk allan tíman! Svo var aprés-sledding í einum skálanum þarna eftir á þar sem fólk hellti í sig áfengi og gómsætri gúllassúpu.





Annars erum við komin í jólafrí, vorum að klára að kaupa allar jólagjafir í dag (þar sem við fáum engar gjafir sendar fyrr en fjölskyldan kemur þá ætlum við að gefa hvort öðru nokkrar litlar gjafir svo það verði eitthvað varið í pakkaopnunina á Aðfangadagskvöld). Við verðum aaalein um jólin þetta árið! Reyndar erum við bara spennt að prófa það þetta árið, við erum búin að gera matseðil fyrir föstudagskvöldið sem mun ekki alveg samanstanda af hamborgarhrygg og eplasalati og hinum týpíska íslenska jólamat, þó svo að drengurinn sé búinn að kaupa sér rauðkál sem hann verður víst að fá með kjötinu.

Annars er spennan í hámarki þessa dagana en á mánudaginn mun hele familían mín koma í heimsókn til okkar! Þannig að við verðum svosem ekki alveg alein yfir hátíðarnar...

2 comments:

  1. Er ég að lesa vitlaust út úr þessu eða ætlaru loksins að gera Eyþór að heiðvirðum manni og fórst á skeljarnar?

    ReplyDelete
  2. haha! ég fór ekki á skeljarnar..en það birtist bónorð á vegg safnsins þarna.. held að hann hafi ekki tekið því of alvarlega því hann gaf mér ekkert svar!!

    ReplyDelete