Elsku sæti og besti litli bróðir minn á afmæli í dag.
Ég gleymi því ekki hversu yfir mig ánægð ég var fyrir 12 árum þegar litla dýrið leit dagsins ljós, þá var ég akkurat 12 ára sjálf og barnasjúk eins og flestar stelpur á þessum aldri.
Mamma hafði því alltaf barnapíu sem fannst fátt skemmtilegra en að leika við drenginn, kyssa hann og knúsa.
Ekkert af þessu hefur þó breyst og aftur (líka þegar ég bjó í Bandaríkjunum) finnst mér helsti gallinn við að búa erlendis að "missa af" ári úr lífi bróður míns.
Til hamingju með daginn elsku Porri minn (efast þó um að hann lesi þetta)
vona að pósturinn hafi skilað sínu í dag.... :)
Lítil
Aðeins stærri..daginn áður en ég flutti út.
Annars er þetta í gangi núna á Landgutgasse:
Ég er afar lánsöm að eiga svo góðan mann sem getur litað á mér hárið!!
Haha... hann tók hommaröddina og var í síðum nærfötum við gjörninginn, var alveg að fíla sig í nýja hlutverkinu. Tengdamóðir hans, hárgreiðslumeistarinn var búin að kenna honum réttu tökin sem nota skal þegar undirrituð er komin með pólska rót.
Þetta er virkilega vel þegið þar sem ég treysti illa öðru hárgreiðslufólki en móður minni (með litun) en hann fær því miður ekkert svona frá mér (ég reyndi einu sinni að raka á honum hárið en hann endaði alsköllóttur og frekar glæpamannslegur þessi elska).
Kv. vonandi bráðum blondína á ný - V
Hahhaha pólska rótin!!! Skarpi reyndi einu sinni að setja í mig lit, ég var með tárin í augunum allan tímann en útkoman var fín. Pabbi litar alltaf mömmu, það þarf bara að traina þá aðeins og þá er þetta komið hjá þeim ;)
ReplyDeleteP.s til hamingju með brósa ;)
ReplyDeletehaha þetta tókst bara vel hjá honum!
ReplyDeletegóður pabbi þinn, þetta er ekkert svo mikið mál ef maður fær góðar leiðbeiningar..
og takk væna :)