Thursday, February 10, 2011

BLOODGROUP Í WIEN

Íslenska elektróbandið BLOODGROUP spilaði í Vín síðasta mánudag, nánar tiltekið á B72 (besta tónleikastaðnum í bænum). Við kíktum að sjálfsögðu ásamt nokkrum öðrum Íslendingum og skemmtum okkur konunglega og slömmuðum allt kvöldið. Sveitin er að túra massívt um Evrópu þessa dagana og mig minnir að þau verða að spila á um 25 tónleikum á einum mánuði...scheiße! 
Allavega, showið var geðveikt og þau eru rosalega flott á sviði.


Eyþór tók nokkrar myndir:










Annars er það að frétta að ég er í fríi í skólanum allan febrúar (asnalega annarkerfi!) en ég þarf þó að gera tvær ritgerðir fyrir síðustu önn. Svo ákvað ég að nýta tímann og taka einn þýskukúrs í þessum mánuði sem ég er mjög ánægð með! Þýskan er öll að koma til og feimnin við að tala hefur minnkað til muna. Á morgun ætlum við svo upp á flugvöll seinni partinn að sækja frænda Eyþórs sem ætlar að vera hjá okkur yfir helgina.

Bis dann,
-V

No comments:

Post a Comment