Friday, February 18, 2011

Back to the future

Rakst á þessa ótrúlega sniðugu og skemmtilegu myndaseríu frá argentínska ljósmyndaranum Irina Werning. Ekkert smá flott hvernig hún nær að redda alveg eins fötum og hvernig hún nær að hafa umhverfið alveg eins líka.
Ég og Eyþór ætlum um leið og við komum heim að skoða gamlar myndir af okkur og reyna að herma eftir einhverjum þeirra.. svo erum við með aðra svipaða hugmynd sem við ætlum að prófa í næstu utanlandsferð okkar.








Endilega skoðið fleiri myndir hér.

P.s. klikkið á myndirnar til þess að sjá þær stærri - þetta getiði auðvitað alltaf líka gert með myndirnar mínar sem ég set inn.



5 comments:

  1. Þetta er svo mikil snilld hjá henni! :)

    ReplyDelete
  2. vóó hjólabrettagaurinn er nettur...og líka bara þessi hugmynd !!

    -ellen agata

    ReplyDelete
  3. haha, ég elska svipinn á gellunni lengst til vinstri á efstu myndinni! aðeins of góður.

    ps. langaði að segja þér að ég fékk kleinuhring með karmellu, rice crispies og súkkulaði yfir í gær. hann var svona ca. 800 kaloríur, en mjög gómsætur. sigurjón bakari kom með nokkra uppá hótel þegar hann var að koma með brauð. og auðvitað neitar maður ekki fríum dónöt!

    man bara að þú elskaðir þá! haha

    ReplyDelete
  4. aaaaaa hildur þetta má ekki!!!!
    þetta er það BESTA sem ég veit um!

    ég elska líka þegar konan sem er að vinna hjá Sigurjóni djókar í mér þegar ég spyr með mæðusvip "æji áttu ekki kleinuhring með öllu?"
    og hún segir "neei því miður....... eeeen ég á hérna með karamellu og rice crispies, á ég ekki bara að fara inn og setja súkkulaði ofan á hann fyrir þig?"
    hann er rosalegur með heitu og mjúku súkkulaði ofaná!

    haha ein alveg að missa sig ;) en ég mun bruna beint til Sigurjóns frá Leifsstöð í sumar, það geturðu bókað.

    ReplyDelete