Monday, February 21, 2011

Jarðaberjahráterta

Hafiði prófað að blanda saman jarðaberjum og kasjúhnetum?
í blandara að sjálfsögðu...
Útkoman er þannig að ég hlakka til að sleikja allan helvítis blandarann þegar ég er búin að gera kökuna...

Ég blandaði saman tveimur uppskriftum og útkoman var æðislega góð og holl (og falleg) jarðabertaterta.
Uppskriftina af botninum fékk ég hjá Ester fyrirmyndarhúsmóður og efra lagið (fyllinguna) fékk ég hjá Sollu, nánar tiltekið á lifraent.is. Ég prófaði að gera botninn hennar Sollu líka en fannst hann ekki nógu góður. Einnig mælir Solla með að setja súkkulaði krem yfir hana (sem er gert með kókosolíu, kakó og agavesýrópi) en ég prófaði það einu sinni og fannst það of mikið.

Hér er uppskriftin:



Botn

1,5 bolli lífrænt kókosmjöl
1,5 bolli möndlur
0,5 tsk sjávarsalt
300-400 gr döðlur 
Cayenne pipar á hnífsoddi
Agave sýróp



(Texti einnig frá Ester). Döðlurnar eru lagðar í bleyti í vatn í um tíu mínútur. Á meðan er kókosmjölið, möndlurnar og saltið sett í matvinnsluvél og unnið vel saman. Að lokum má hella vatninu af döðlunum og bæta döðlunum út í matvinnsluvélina ásamt Cayenne piparnum og vinna vel. Því næst skal kreista ögn af agave sýrópi saman við blönduna þar til hún klístrast vel saman. 

Takið venjulegt smelluform og leggið klessuplast ofan í botninn og látið endana á plastinu standa vel upp úr forminu. Takið döðlublönduna úr matvinnsluvélinni og klessið í botninn á forminu með fingrunum. Setjið í frysti á meðan efri lagið er búið til.

Fylling

 4 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 2 klst (verða 6 dl) 
1 -1½ dl agaves sýróp
1 ½ dl kaldpressuð kókosolía
2 tsk vanilluduft
smá himalaya/sjávarsalt
400g frosin jarðaber 


Til að bræða kókosolíuna, látið heitt vatn (ekki yfir 45°C) renna á krukkuna (þetta er til þess að kakan teljist "hrá" - ég svindla samt oft útaf óþolinmæði...). Blandið saman hnetum og agavesýrópi þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af upskriftinni út í hentublönduna og blandið mjög vel saman. Setjið fyllinguna yfir botninn og geymið í 1 klst í kæli eða ½ klst í frysti. Tíminn er að vísu persónubundinn, mér finnst best að setja hana aðeins í frysti, taka hana út og leyfa henni að þiðna aftur. Mér finnst tertan best ísköld en samt ekkert frosin, Eyþór vill hafa hana aðeins frosna.. þannig að um að gera að prófa bara bæði :) Svo sakar ekki að skreyta með jarðaberjum.






Kv. Kökuperrinn.

5 comments:

  1. Ó mæææææ þú ert nú meiri kökuperrinn!! ommnomonmomm segi eg nú bara! Pant gera svona köku næstu helgi
    Knús til VínarValgemorts
    Heida

    ReplyDelete
  2. mmmm hlakka til að smakka á öllum kökunum sem bíða mín þegar ég mæti til ykkar ;) sæunnsæm

    ReplyDelete
  3. ég veit Heiða mín, þetta hlýtur að hafa komið yfir mig í Húsó! risaknús til ykkar mæðgina :*

    já við skellum saman í þessa bráðum Sæja ;)

    ReplyDelete
  4. Jammí ég verð að prófa þessa fyllingu um helgina :)

    ReplyDelete
  5. mmmmm girnó. ég á sko eftir að prófa þessa. kasjúhnetur eru það besta sem ég veit um. eða allavega eitt af því besta ;)

    ReplyDelete