Saturday, February 26, 2011

Berlínarmúrinn?

Þó að stór partur af Vínarborg sé mjög fallegur, og þá sérstaklega miðbærinn og nokkur hverfi sem umkringja 1.hverfi, þá eru einnig ljót hverfi hérna sem státa þó flest af einu og einu fallegu húsi.
Við erum því miður ekki svo lukkuleg að búa í einu af fallegu hverfunum.


Við búum í 10.hverfi sem er eitt af stærstu Tyrkjahverfum Vínarborgar, búum þó alveg við 4.hverfi, en ekki lengst inn í 10.hverfi (sem er held ég stærsta hverfi borgarinnar).
Þar sem íbúðin okkar er æðisleg, þá létum við þetta ekki á okkur fá og í rauninni erum við voða ánægð með hverfið okkar. Fínt að hafa Tyrkjabakarí/sjoppu á horni hússins okkar sem brýtur sífellt opnunartímalögin og hefur opið langt fram á kvöld og á sunnudögum. Svo er mjög hentugt að hafa aragrúa af kebabstöðum nokkrum götum frá þegar maður vaknar óhress á sunnudagshádegi.. 
Fínasta göngugata er hér í 3ja mínútna fjarlægð með öllum helstu matvöruverslunum, H&M, tveimur McDonalds (með svona 100 m á mili sín) og fullt af fleiri veitingastöðum og fatabúðum (margar hverjar með ódýr Tyrkjaföt þar sem geta þó leynst gersemar innan um þröngu plast-mittisúlpurnar).


Þegar ég lít útum gluggana mína finnst mér samt stundum eins og ég sé komin aftur um 30 ár og búi við Berlínarmúrinn...





Já, útsýnið er ekki það fallegasta! Bak við vegginn er verið að byggja Hauptbahnhof eða aðallestarstöð Vínarborgar.

og svo ein af mér við safn um raunverulega Berlínarmúrinn..


4 comments:

  1. Ohh er alveg orðin þvílíkt spennt að fara að heimsækja Vín eftir að hafa skoðað myndirnar þínar og lesa bloggið. Haltu áfram að vera dugleg að blogga, kem reglilega inn að lesa ;)

    ReplyDelete
  2. gaman að því Helga mín!
    og þið eruð að sjálfsögðu velkomin til Vínar, við eigum alveg stóra uppblásna dýnu fyrir ferðalanga ;)

    ReplyDelete
  3. nohh það er aldeilis, efast um að við förum samt á næstunni. Þar sem það er frekar dýrt að ferðast til Vínar og það er 17 klst ferðalag með lest. Maður verður bara að vera duglegur að fylgjast með ódýru flugi frá Hamburg ;)

    ReplyDelete