Eitt af því skemmtilegasta við að búa í stórborg er að fylgjast með mannfólkinu. Hér er mikið um fjölbreyttar týpur og sérstaklega mikið um "fancy" og uppáklætt gamalt fólk.
Unga fólkið er þó því miður ekki jafn flott hérna, það er alls ekki mikið um að þau klæði sig öðruvísi og reyni að vera spes eins og svo mikið er um í (sérstaklega) 101 Reykjavík.
Okkur Eyþóri finnst gaman að laumast til að taka myndir af fólki á förnum vegi (sem í tilfelli efstu myndarinnar tókst ekki alveg...)
Þessum fannst gaman að láta mynda sig og vinkaði okkur og brosti.
Þessa týpu rekumst við ósjaldan á í Vínarborg.
Virðuleg hjón sem virðast hafa lifað tímana tvenna.
Andstæður
kv. V
Elska myndirnar ykkar!!
ReplyDeleteog ég elska ÞIG!!
ReplyDelete