Í gær var mikið um tölvuhangs, góðgætisgerð og svo horfðum við á Amélie. Í dag fórum við í myndatökugöngutúr eins og við gerum svo oft, tökum vélina, hendum okkur í lestina og veljum einhverja stoppistöð sem við höfum aldrei farið út á. Röltum þar um hverfið og tökum myndir. Duttum inn á all you can eat hlaðborð með indverskum og asískum mat sem spilaði eðal Óliver músík í botni.
Dyrabjallan var að hringja rétt í þessu (hún er fáránlega hávær þar sem gamli maðurinn sem bjó hér á undan var næstum orðinn heyrnalaus). Þeldökki nágranninn okkar með dreddana hringdi bjöllunni til að athuga hvort við ættum sígarettur. Svo vinaleg blokkin okkar!
Nenni ekki að lóda myndunum inn en í staðinn fáiði uppskriftir laugardagsins (þar sem ég er algjört matarbloggafrík og finnst gaman að deila uppskriftum sem ég hef prófað og finnst góðar).
Hádegismatur:
Hafra - og spelt pönnukökur (mjög einfaldar og fljótlegar)
Gömul mynd af öðrum pönnukökum (jólatréð er þó bara nýfarið í geymsluna) sem ég þarf eiginlega að deila með ykkur uppskrift seinna.
1 bolli hafrar
1 bolli létt AB-mjólk
Hræra þessu vel saman, verður eins og þykkur hafragrautur. Setja út í hafrablönduna eftirfarandi hráefni:
1 egg
2 msk olía
1/4 bolli heilhveiti
smá agave sýróp eða hunang
1 tsk lyftiduft
kanill eftir smekk, ég notaði að sjálfsögðu slatta
Svo bara blanda öllu vel saman, skella á pönnu og you know the rest.
Uppskrift er fengin hér: http://ellahelga.blog.is/blog/ellahelga/entry/882291/
Þessar eru ótrúlega góðar, við settum fersk jarðaber, banana og agave sýróp út á.
Kvöldmatur:
Heimagerð pizza
Uppskrift óþörf þar sem við keyptum bara rúlludeig (ég á ekki kökukefli og finnst þar að auki hundleiðinlegt að búa til deig). Þó heimalöguð sósa þar sem fersk steinselja út á í lokin gerir gæfumun!
Eftirréttur:
Ís með hráfæðis-berjarétt
HRÁEFNI:
MULNINGUR:
- 1 bolli döðlur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
- 1 bolli möndlur með hýði (= 250 ml)
- 1 tsk kanill
- 1 tsk múskat (ég nota ½ tsk og stundum sleppi ég múskatinu alveg og nota ½ tsk til viðbótar af kanil)
- ½ tsk fínt sjávarsalt
FYLLING:
- 4 bollar bláber (= 1 lítri)
- ¼ bolli agave síróp
AÐFERÐ:
- Leggið döðlurnar í bleyti í 30 mínútur
- Byrjið svo á mulningnum: Setjið möndlur, kanil, múskat og salt í matvinnsluvél, stillið á „pulse“ og látið vélina vinna uns þið fáið litla klumpa. Hellið vatninu af döðlunum, bætið þeim út í og vinnið vel
- Setjið helminginn af mulningnum í leirmót/bökudisk og setjið hinn helminginn til hliðar
- Til að gera berjafyllinguna: Setjið bláberin í stóra skál, hellið agave sírópinu yfir og notið mjúka sleif til að hræra þessu rólega saman og passið að kremja ekki berin
- Hellið berjafyllingunni yfir mulninginn í mótinu/bökudisknum og dreifið svo restinni af mulningnum yfir berjafyllinguna
- Ég set þetta svo í viskíglas og setti þrjú lög af ís (súkkulaði og vanillu) og berjablönduna inn á milli. Þetta er ótrúlega gott! Svo daginn eftir set ég blönduna út á jógúrt í morgunmat.
Uppskrift upprunalega frá
Ani Phyo hráfæðisnilling en þessa útgáfu fékk ég frá þessari dömu hér: http://lisahjaltuppskriftir.blogspot.com/2011/01/blaberjaeftirrettur-ani-phyo.html
Ég reyndar geri oftast minni uppskrift og nota bara eins mikið af berjum og ég á. Í gær blandaði ég saman ferskum jarðaberjum og frosnum bláberjum
Hér er svo mynd af réttinum án íss: (mynd tekin af sömu síðu og hér fyrir ofan)
oh my god girnilegt alltaf hjá þér!! ég er einmitt að drepast úr hungri og það eina sem er til hér heim er 30 kr. núðlur...note to self: aldrei lesa valgerðar blogg ef þú ert svöng og býrð á sama tíma við slæmt aðgengi að mat!
ReplyDeleteMajor sakn yfir atlantshafið
Harpa forseti Gyðu sólar
hahaha harpa mín ekki nógu gott!
ReplyDeletefarðu svo einhvern tímann að vera online á skype kona!
mikið sakn til baka :*
Mm girnilegt hjá þér - Þetta er eitthvað sem ég verð að prófa .. Takk takk takk!! :)
ReplyDeleteValgerður, þú ert svo myndarleg!
ReplyDeleteEkkert smá girnilegar uppskriftirnar og girnilegir troðfullu pokarnir úr Humana.
takk stelpur mínar ;)
ReplyDeleteNice, vantaði einmitt góða pönnukökuuppsrift. Prófa þessa :)
ReplyDelete