Wednesday, April 13, 2011

Síðan við komum heim..

..frá Barcelona hefur verið yndislegt veður í Vín og við Eyþór höfum nýtt okkur það aðeins.
  • Við tókum rölt á aðalverslunargötu Vínar, Mariahilferstrasse og fengum okkur ís.
  • Spókuðum okkur á Maria-Theresien Platz, sem er græna svæðið á milli tveggja stærstu safnanna í Vín.
  • Fórum á Hjaltalín tónleika.
  • Fórum einn sunnudaginn með teppi, kodda, grein um stjórnmálakerfið í Úkraínu og yfirstrikunarpenna á Donauinsel sem er eyja sem liggur í miðri Dóná (sem rennur í gegnum Vín sem og marga fleiri staði í Evrópu). Þar sóluðum við okkur, tókum myndir og ég þóttist lesa...
  • Fórum í uppáhalds "second hand" (draslara) búðina okkar þar sem við fundum nokkrar gersemar og röltum meðfram Donaukanal
  • Kirkjan þar sem ég kenni ensku 1x í viku er í 23.hverfi Vínar (semsagt úthverfi) og meðlimir hennar safna fullt fullt af dóti allt árið um kring og halda svo flóamarkað 2x á ári. Annar af þeim var haldinn sl. laugardag og þangað kíktum við og náðum að kaupa okkur slatta af fötum og dóti á skít og kanil (dæmi: flottur, nýlegur kjóll kostaði 160 kr, 5 slaufur kostuðu einnig saman 160 kr). Ekki langt frá kirkjunni er önnur kirkja sem heitir Wotrubakirche sem er virkilega áhugaverð hönnun - og alls ekkert kirkjuleg. Við kíktum þangað og skoðuðum og tókum myndir.
  • Ég kíkti með austurrísku vinkonu  minni, Önnu á Retro Stefson tónleika. Þeir voru æði!
Á Donauinsel


Eyþór að spóka sig á Maria-Theresien Platz

Donaukanal

á flóamarkaðnum

það var of mikið drasl inni..

Wotrubakirche




Í dag hefði elsku besta Gerða amma mín orðið 80 ára.
Ó hvað ég sakna hennar...
(Á myndinni þar sem ég er á Donaukanal er ég einmitt með perlufesti og belti sem var í hennar eigu)

Ég er annars hálfnuð að fara yfir myndirnar frá Barcelona... þannig að ferðasaga og myndir soon to come!

5 comments:

  1. Vá hvað þessi kirkja er ein fallegasta bygging sem ég hef séð! Ótrúlega skemmtilega hönnuð. Og vá hvað þið eruð pottþétt langflottasta fólkið í þessari Vínarborg, fjúddfjú!!

    ReplyDelete
  2. ég vissi að þú myndir fíla hana ;) þú kemur með mér að skoða hana í júní!!

    ReplyDelete
  3. Ég elska bloggið þitt og grænu peysuna þína og kirkjuna og myndirnar og þig :)
    Ég er ekki lengur með facebook svo þú færð væntanlega fleiri komment hérna frá mér. En anyways hlakka til að sjá myndirnar frá Barcelona og þig! Hvenær ætlaru að fara koma þér aftur á klakann?
    Knús, Hildur Guðbjörg

    ReplyDelete
  4. Oh já ég er sammála, þessi kirkja er æði! verst að þetta er kirkja, farið hefur fé betra...

    ReplyDelete
  5. og ég þig Hildur mín :) Dugleg ertu!! gangi þér vel með ritgerðina, hlakka til að sjá þig á skype eftir skil. Ég ætla að koma á klakann í lok júní, sennilega þann 28. Þú ætlar ekkert strax uppí sveit er það??? Því ég vil djamm með ykkur mjög fljótlega eftir að ég kem heim.

    Já Katrín, manni leið heldur ekkert eins og maður væri inní kirkju.
    og hey, ég er orðin hooked á Leslie Knope og félögum...nýr þáttur á morgun á netið víííjj!

    ReplyDelete