Wednesday, April 27, 2011

Ljúfa páskafríið

Spáð var svaka fínu veðri yfir páskana og það rættist svo sannarlega.



Við fórum í Donaupark sem er held ég fallegasti garðurinn sem við höfum séð í Vín hingað til. Reyndar höfum við bara séð suma þeirra að vetri til þannig að það spilaði kannski smá inní að það var um 25 stiga hiti og sól og kannski líka að við vorum með ipod, bók, jarðaber, snakk og hvítvín með í farteskinu.

útsýnið frá legustaðnum (mæli með að þið stækkið, þetta var svooo fallegt útsýni!)

þarna ligg ég



rétt hjá garðinum voru Gyðingar að leik


á föstudaginn fórum við út og drukkum vín á Museumsquartier með nokkrum vinum í góða kvöldveðrinu

Páskadagur:
Þegar Eyþór veit af beikoni í húsinu þá verður hann spenntur eins og lítill krakki á nammidegi. Hann var búinn að hlakka til að búa til brunch handa mér, egg og beikon en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar við föttuðum að við höfðum gleymt að kaupa egg daginn áður. Þar sem allt var lokað (og já meirasegja múslimabakaríið á horninu) þá reyndi ég að hressa drenginn við og kom með uppástungu að við myndum búa til eitthvað saman úr beikoninu sem þarfnaðist ekki eggja. Ég var nýbúin að sjá girnilega uppskrift á netinu og því fórum við í að búa til beikon - og ostabrauðbollur. 



Síðan voru þremur súkkulaðikanínum stútað næstu tvo daga en djöfull söknuðum við íslensku páskaeggjanna!


í páskamat var fylltur kjúlli og meðþví

í eftirrétt voru sjúklega góðar Súkkulaðiskjaldbökur

og svo var flippað með myndavél, þrífót og laserpenna

Vonandi áttuði góða páska og átuð aðeins meira en venjulega :)

6 comments:

  1. Súkkulaðiskjaldbökurnar líta syndsamlega vel út.

    ReplyDelete
  2. já ég verð að taka undir það! og fáránlega góðar og ef þú átt valhnetur, hreinar karamellur til að bræða og suðusúkkulaði þá ertu good to go! :)

    ReplyDelete
  3. Gasalega er þetta allt huggulegt og maturinn girnilegur.

    ReplyDelete
  4. Hitze-Rekord myndin af þér er svo dúlluleg!

    og restin var eins og blaut tuska í smettið... djöfull öfunda ég þig, svo mikið að það svíður!

    ReplyDelete
  5. já það er ansi ljúft veðrið hérna þessa dagana :) svona inná milli þess þegar það eru ekki skúrir..
    ég held að svona 10 vinir mínir á fb hafi póstað "snjó 1. maí mynd" í dag. Ég er virkilega ánægð að vera ekki á Íslandi akkurat núna!

    ReplyDelete