Á leiðinni aftur heim til Vínar frá Prag komum við við í að ég held fallegasta bæ sem ég hef augum litið! Yndislega lítið þorp þar sem hvert einasta hús er gamaldags og fallegt. Enda er bærinn Český Krumlov á Heimsminjaskrá UNESCO (en tilgangur skráarinnar er varðveisla staða sem teljast sérstaklega merkilegir frá menningarlegu og/eða náttúrufræðilegu sjónarmiði og eru taldir hluti af menningararfi mannkyns - samkvæmt wikipedia).
Við spókuðum okkur um í sólinni og röltum um þetta litla fallega þorp, fengum okkur tékkneskan hádegismat og tókum fullt fullt af myndum.
No comments:
Post a Comment