Tuesday, April 19, 2011

Í gær átti ég afmæli

..og í tilefni þess gerðum við Eyþór okkur glaðan dag. 


Ég kíkti í ræktina um hádegisbil og þegar ég kom aftur heim biðu mín rauðar rósir og súkkulaði. 


Það var fallegur dagur í Vín, um 18 stiga hiti og notaleg sólin kíkti við af og til. Fyrst lá leiðin í lunch en við fengum okkur billegt sushi sem er í boði á Favoritenstrasse sem er göngugatan sem er hérna rétt hjá húsinu okkar.


Eftir það tókum við Strassenbahn í skemmtigarðinn Prater og fórum í Parísarhjólið (eða Riesenrad hér á vínarísku) þar sem við höfðum aldrei farið í það áður og það er víst "must" fyrir alla að upplifa sem heimsækja Vín. Þrátt fyrir smá "sjó"veiki þá nutum við útsýnisins og drengurinn tók helling af myndum.


Þar sem veðrið var svo indælt langaði okkur að borða úti og ákváðum að fara á Heuriger í úthverfi Vínar. Ég man ekki hvort ég hef sagt frá Heuriger stöðunum áður en þetta eru semsagt fjölskylduveitingastaðir þar sem vínbændur selja afrakstur sinn og hafa vínarískt hlaðborð einnig í boði þar sem maður borgar eftir vigt. Það eru fullt af svona stöðum í úthverfum borgarinnar og einnig í litlum þorpum rétt fyrir utan hana. Við tókum lest í 21.hverfi og lentum á stað sem gæti frekar verið lítið þorp, það var ekkert sem minnti á Vín, aðeins lítil og sæt hús og varla fótgangandi maður á ferð. Við nutum matar, víns, veðurs og útsýnis í fallegum garði veitingahússins. Þar sem maður átti nú eitt sinn afmæli, þá var ekki hægt að sleppa eftirrétt. Við tókum því lestina aftur í miðborgina og fórum á pönnukökustað þar sem þeir framreiða "Palatschinken" eins og það kallast en er eiginlega alveg eins og crépes. Þar er hægt að fá slíkar pönnukökur í aðalrétt með allskonar fyllingu en við létum þær sætu duga í þetta skiptið.


Ath! Endilega klikkið á myndirnar og stækkið til þess að sjá í eðlilegri stærð, þær njóta sín miklu betur þannig, það tekur enga stund :) Þegar Blogspot minnkar þær þá virðast þær svo óskýrar...





klefarnir í Riesenrad

útsýnið úr hjólinu








Eyþór á Heuriger

vínviðurinn á akrinum


Pönnukökustaðurinn niðrí bæ

ein með nutella og vanillusósu

og þrjár með ávöxtum, súkkulaðisósu og ís

Enn einn indælisdagurinn í Vín :)

1 comment:

  1. OMG ég gleymi alltaf að koma hingað inn og lesa svo ég hafði helling núna að lesa :) Skemmtilegar allar myndirnar og ég bíð spennt eftir Barca blogginu! Sé þið eruð orðin sólbrún og fín og sumarið er mætt til ykkar annað en hér í kuldanum.. Keep it upp Valgsa mín ;)

    Kv. Lilja G.

    ReplyDelete