Síðasti laugardagur var virkilega indæll.
Nokkrum dögum áður vorum við Eyþór röltandi í átt að Merkur matvöruversluninni hér rétt hjá þegar miði fauk fyrir framan okkur og ég tók hann upp. Þar var verið að auglýsa flóamarkað sem halda átti næsta laugardag í 23.hverfi. Við ákváðum að leggja leið okkar þangað og sáum ekki eftir því þar sem markaðurinn var úti í tjöldum og gamla fólkið sem þar var að vinna var yndislegt og sögðu okkur frá samtökunum sem þau eru í (þar sem ágóðinn af öllu sem selst á markaðnum fer til) þar sem þau hjálpa börnum eftir skóla með heimavinnu og annað (eða það var svona það sem við skildum á austurrískunni...).
Þegar við komum aftur til baka röltum við í gegnum Alois Drasche park sem er garðurinn rétt hjá okkur, og sá sem við röltum í gegnum oft í viku til þess að komast í ræktina. Garðurinn er orðinn svo fallegur, búið að planta fullt af blómum og trén orðin græn og fín. Við kíktum við í ísbúð og trítuðum okkur með bananasplitti.
(Muna svo að stækka myndir til að sjá þær flottari, helv blogspot fyrir að ljókka þær svona þegar þær eru minnkaðar....)
eina af þessum nælum átti ég "back in the day" (getiði giskað á hverja? hehe..) þegar ég nældi hana í converse skóna mína, sem ég sleit út þangað til mamma henti þeim í minni óþökk. Við Lilja skiptumst á skóm og vorum í sitthvorum rauðum og svörtum (hvernig það gekk upp man ég ekki þar sem hún er með mun stærri fót en ég?). En já, fokkings rokkarar í 9.bekk....
Gamli góði Game Boy, góðar stundir áttum við!
þessa þýsku myndavél frá 1965 tókum við með okkur heim
fallegi Alois Drasche Park
þetta áhugaverða hjól er geymt þarna 24/7 en beint á móti er ræktin okkar, Fit Inn
bananalistaverk!
haha ég hugsaði einmitt "átti valgerður ekki svona kurt cobain nælu einu sinni?" þegar ég sá myndina. svo las ég textann... hehe. þú og þitt rokkaratímabil!
ReplyDeleteog flott úrið sem þú ert með! er það gult? og er þetta casio eða? :)
lov
haha já gamla góða Kurt nælan mætt til Vínar ;)
ReplyDeletetakk, já gult úr, mjög svipað og casio úrin en þetta er eitthvað annað merki, man ekki hvað það heitir.