Nú er ég orðin LonelyGirl í Vín þar sem ástmaður minn þurfti að drífa sig heim til Íslands til þess að byrja í sumarvinnunni. Þannig að búast má við færri myndum af okkur hjúunum í alls kyns leiðöngrum (vá skrítið orð) um Vínarborgina góðu. Ég á samt inni nokkrar myndir af síðustu deitunum okkar hér í borg sem ég set inn á næstu dögum þegar ég hef ekkert til þess að sýna ykkur.
En for now þá verðiði að sætta ykkur við smá foodporn frá matarperranum...
Glæsilegt listaverk sem Eyþór gerði síðasta daginn sinn í Vín á AJ's American Diner
Chili SIN carne ala ég
Týpískur hádegismatur á Landgutgasse. Ég með knödel - og eggjasalat og Eyþór með afganga (af Tom Yum kjúklinganúðlusúpu) og tveimur eggjum (við erum kreisí eggjalovers!)
ég eelska að kreista sítrónu útí djúsinn minn
Paella á spænskum veitingastað á Schwedenplatz - ein með kjúlla og ein með sjávarfangi
nomm nomm! verið að covera skjaldbökurnar
Fyrsta risottoið mitt! Ég hafði aldrei smakkað risotto þar til ég kom hingað en ákvað að prófa að smakka á ítölskum veitingastað stuttu eftir að við fluttum hingað. Ég varð yfir mig hrifin og langaði að prófa að gera sjálf. Þessa uppskrift fékk ég hjá Katharinu vinkonu minni en hún eldaði svona handa mér fyrir ekki svo löngu. Í þessu risotto eru sveppir, kúrbítur og sólþurrkaðir tómatar. Ofan á er svo stráð parmesan osti og valhnetum og í mínu tilviki: miklum svörtum pipar. Ótrúlega gott!
Fullt af góðgæti í lautarferð, m.a. tvö heimagerð köld salöt frá afmælisdömunni henni Guðrúnu.
Djöfull elska ég matarperrann í þér !! -ellen agata
ReplyDeleteSammála! Nammiiii
ReplyDeleteég elska matarperrann líka!! Gæti ég fengið uppskriftina af risottinu hjá þér?
ReplyDeletekv. Hildur Guðbjörg