Monday, May 23, 2011

Mánudagsdeit: Paella og Prater

Síðan Eyþór fór heim hef ég verið Busygirl og varla haft tíma til að vera Lonelygirl (nema kannski fyrsta sólahringinn, þá var mikið sakn í gangi). Þessi helgi var æðisleg þar sem nokkuð margir skiptinemavinir mínir frá haustönninni komu í heimsókn til Vínar. Við gerðum heilan helling og erum ekki enn hætt, á morgun er síðasti dagurinn þeirra hér og við erum með plön sem innihalda Forever21 og sundlaugarbakkahangs og jafnvel sund í Alte Donau. Krakkarnir voru með myndavélarnar á lofti alla helgina (ég nennti aldrei að taka hlunkinn minn með) þannig að ég bíð eftir að þau setji inn myndir, þá mun ég koma með helgarfærslu með einhverjm af myndunum þeirra.

Annars eru hér fyrir neðan myndir frá nýlegu mánudagsdeiti okkar Eyþórs. Við eyddum deginum við Alte Donau, á sundlaugarbakkanum ásamt nokkrum ellilífeyrisþegum og nutum sólarinnar. Fórum svo útað borða á kósý spænskum stað við Scwedenplatz og fengum okkur paella. Kíktum svo í Prater skemmtigarðinn, fórum í ógeðslega skemmtilega fallturninn (laaanguppáhalds tívoítækið mitt!) og kepptum svo við hvort annað í minigolfi.

maður er alltaf jafn sáttur þegar maður fær brauðkörfu á veitingastað

fyrir utan spænska veitingastaðinn

Tívolímadness

Kósý ljósin í Prater

fallturninn góði

ævintýraleg mynd!

sigurvegari Mini golf keppninnar

ég virtist hafa gleymt pútthæfileikum mínum í byrjun en tók svo við mér á seinni 9


No comments:

Post a Comment