Áttum yndislegan laugardag. Fórum í lautarferð í garðinum sem er til sýnis í færslunni hér fyrir neðan með fullt af góðu fólki. Afmælisdaman á næstefstu myndinni og fleiri komu með fullt af góðgæti og það var mikið borðað og kannski smá drukkið á fallega sólardeginum. Lítil börn heilluðu og sérstaklega íslenski glókollurinn sem átti ævintýralegan dag þar sem hann fékk fullt fullt af kexi og gaf með sér, pósaði eins og besta fyrirsæta, fékk fyrstu ástarneitunina frá lítilli dömu sem hann hljóp á eftir en hún sneri sér við og sagði bara "NEIN!" hátt og snjallt. Annar sætur en aðeins stærri íslenskur glókollur varð slappur af súkkulaðiáti og skylmingum við austurríska leikélaga og hélt heim á leið í fallega gula jakka móður sinnar. Um kvöldið héldu svo íslenskir og austurrískir teitisþyrstir afmælisgestir áfram fjörinu heima hjá afmælisbarninu.
Daginn eftir kíkti ég útað borða með ástmanni mínum og fékk mér uppáhalds pastað mitt og jarðaberjaeftirréttinn á Vapiano. Ég rölti svo niður á Karlsplatz og hitti austurríska og íslenska vini sem horfðu og hlustuðu með mér á austurrísku uppáhalds hljómsveitina GINGA spila á útitónleikum fyrir framan Karlskirkju sem lýstist svo fallega upp.
No comments:
Post a Comment