Það er lítið að frétta af mér. Þessi helgi er búin að vera blaut! Hellidemba bæði á föstudaginn og í gær sem var fínt þar sem ég þurfti að vera inni að skrifa ritgerð. Og nú er ég búin með 15 bls. ritgerð sem ég á að skila í nóvember 2011, ágætis sjálfsagi á minni hah? :) Systemið hérna í skólanum er svo skrítið, maður má í rauninni skila lokaritgerðum einhverjum mánuðum EFTIR að önninni lýkur en þar sem ég er að fara heim og beint í BA skrif í sumar þá nenni ég ekki að hafa þetta hangandi yfir mér. Og svo þarf ég að sjálfsögðu einkunnir til þess að fá Línið þannig að ég ákvað að demba mér útí þetta núna þar sem ég ætla að klára 2 aðrar svona lokaritgerðir áður en ég fer heim til Íslands þann 28.júní.
Ég verð nefnilega svaka upptekin þangað til ég fer heim og þarf því að skipuleggja tímann minn vel. Núna á fimmtudaginn ætla ég að fara í heimsókn til Ingibjargar frænku minnar til Kaupmannahafnar og vera hjá henni yfir helgina. Er mjög spennt fyrir því þar sem ég hef aldrei komið til Köben! Þegar ég kem svo aftur heim til Vínar líða bara nokkrir dagar þangað til ég fæ bestu mína hana Eddu Rós í helgarheimsókn til mín. Þið getið rétt ímyndað ykkur spenninginn í okkur...
Og svo ætla mamma og amma að koma til mín viku áður en ég fer heim og fljúga svo með mér til Íslands.
Þannig að allir mínir lausu tímar fara þessa dagana í fyrirframlærdóm til þess að geta notið ferðalagsins næstu helgi og svo heimsóknanna í júní af fremsta megni.
Ég hef ekki tekið eina einustu skemmtilegu ljósmynd frá því Eyþór fór (hef bara tekið myndir af mat..) þannig að hérna eru nokkrar myndir frá tveimur síðustu dögunum hans Eyþórs í Vín þar sem sólin glampaði og heitt var í veðri og við röltuðum um borgina og fórum útað borða.
Sigmund Freud Park við hliðina á skólanum mínum sem sést þarna
hver tanar með sínum hætti..
komin í enn einn garðinn, þessi er rétt hjá sædýrasafninu Haus des Meeres
fyrir utan AJ's American Diner (Eyþór fékk að ráða síðustu kvöldmáltíðinni)
við borðuðum úti og fylgdumst með nokkrum krökkum æfa sig í Parkour
Rottumódelið
síðasta Vínarparamyndin
Rottumyndin og þessi af hjólastólagaurnum eru mjög skemmtilegar. Kv. Eyþór
ReplyDelete