Monday, March 7, 2011

Unsere Wochenende

Þar sem þessi síða á ekki að fara verða einhver matarbloggsíða þá ætla ég að segja frá nýliðinni helgi – og já þetta verður nákvæmt eins og bloggin voru í gamla daga.. he he.

Fimmtudagur
Þetta var síðasti dagurinn okkar í þýskunámskeiðinu sem við vorum í allan febrúarmánuð, þrjá morgna í hverri viku. Planið er að vera duglegri að æfa okkur í þýskunni, lesa meira dagblöðin og jafnvel horfa á einn og einn döbbaðan Simpsons. Ég fór svo niðrí bæ og hitti nýja Erasmusnema, en langflestir skiptinemavinir mínir fóru heim eftir síðustu önn. Við fengum túr um þinghús Austurríkis, fengum að vita allt um arkitektúr hússins sem og eitthvað um starfsemi þingsins. Byggingin er mjög falleg og tignarleg og tók það um 40 ár að byggja hana. Um 40% af henni var svo sprengd í seinni Heimsstyrjöldinni en reynt var að gera sem nákvæmustu eftirlíkingu af því sem eyðilagðist, nema bara með nútímabyggingarefni.

Fengum ekki að taka myndir inni...

Eyþór kom svo og hitti mig og við fórum í göngutúr í 18.hverfi og skoðuðum Tyrkjagarðinn (Turkenchanzpark) og flottu villurnar í 19.hverfi.





Um kvöldið kíktum við í heimsókn til íslenskra vina og horfðum á Óperuballið. Það er stærsta og flottasta ballið í Vín, en það er ball-season alveg frá janúar-mars hér, þar sem allir mæta í sínu fínasta pússi, hver drykkur kostar 2þúsund kall og eru þau haldin í einhverri af flottu höllunum/sölunum hér. Óperuballið er þó eingöngu fyrir frægasta og ríkasta fólk Austurríkis og kostar ódýrasti miðinn um 100þúsund krónur og sá dýrasti svona 2 milljónir ef reiknað er í íslenskum krónum. Í byrjun kvölds eru “debutants” – semsagt börn fræga og ríka fólksins kynnt inn í samfélagið og það dansar vals (einhverjir muna kannski eftir “debutans” í OC þáttunum hér í denn). Þessu öllu saman er svo sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu, með “red carpet talks” og öllu. Lára vinkona okkar hér í Vín er í klæðskeraskóla og hún ásamt annarri saumaði kjól á eina af fjórum konunum sem leiddi inn “debutans” og fékk Lára því að sjá kjólinn sinn í sjónvarpinu ásamt um 1,5 milljón öðrum Austurríkismönnum.


Föstudagur
Eftir að hafa þrifið íbúðina laug ég að Eyþóri að ég þyrfti að fara upp í skóla að redda einhverju vegna skráningar fyrir næstu önn en leið mín lá beint á Mariahilferstrasse og göturnar þar í kring í leit að afmælisgjöf handa drengnum sem á afmæli næstu helgi. Kvöldinu var eytt í áhorf á Boardwalk Empire og jöplun á ávöxtum og valhnetuosti sem er nýja uppáhaldið okkar. Ég sem er engin ostamanneskja, þorði að smakka þennan skrítna ost (að ég hélt) hjá Kela og Láru kvöldið áður og alveg féll fyrir honum! Mæli með að þið gerið ykkur ferð í Ostabúðina heima, þar sem ég hef ekki séð þetta í matvöruverslunum.



Laugardagur
Þar sem við munum eyða afmælisdegi drengsins í Prag með fjölskyldu hans, langaði mig að hafa óvæntan afmælisdag sem við tvö myndum njóta saman. Laumaði mér út um morguninn þegar drengurinn var enn í fastasvefni og rölti á McD og keypti handa okkur morgunmat (sem hann elskar by the way... og þó ég borði yfirleitt ekki matinn þarna, þá um leið og hann heitir breakfast þá er ég til..pönnukökur, english muffin með eggi og beikoni, ójájájá). Kom við í leiðinni hjá blómakonunni og pikkaði upp rauðar rósir (sem drengurinn sagði seinna um daginn “ég tók ekkert eftir þessum blómum fyrr en eftir að við vorum búin að borða..eina sem ég sá var McDonalds pokinn og gjöfin. Enda segir hann alltaf að þegar ég kaupi blóm handa honum þá er ég í rauninni að kaupa þau handa mér.... haaa!? Neeeeii...) Ég dró hann svo út í næsta Strassenbahn sem fór með okkur lengst inn í 10.hverfi (hverfið okkar) og honum var alveg hætt að litast á blikuna hvert við værum eiginlega að fara. Þar sem við erum nokkuð sund/heitapottasjúk þegar við erum heima þá datt mér í hug að fara með hann í Oberlaa Therme Wien og það var voða indælt. Ekki alveg nógu heitt vatnið fyrir okkar smekk, en flott þarna inni og við nutum okkar.

(ekki okkar myndir)

Um kvöldið var farið á AJ’s American Diner í eðal hamborgara, þar sem hamborgarasjúki drengurinn er ekki nógu ánægður með litlar vinsældir ameríska hamborgarans í Vín, en hér virðist fólk láta Maccarann eða Burger King duga.

Sunnudagur
Eins og vanalega var nokkuð mikið um hangs og skypespjall við vini og ættingja á Íslandi. Annars fór ég í hörkuhjólatúr en hér er svo sniðugt kerfi að hægt er að leigja sér hjól út um alla borg og ef maður skilar því aftur innan klukkustundar þá kostar það ekki neitt, ef maður er lengur en 1 klst þá kostar það held ég 1 evru, 2 evrur fyrir 2 klst osfv. Fjöldi hjólastöðva eru staðsettar um borgina og maður má skila á hvaða stað sem er. Ekkert smá hentugt og gaman að geta tekið smá hjólatúr af og til og skoðað nýja parta af borginni um leið.

Jæja, ég held ég slútti þessari ritgerð.

Kv. V

(myndir af Óperuballi, Therme Wien og Boardwalk Empire teknar af google images - þarf kannski að geta nákvæmari heimilda? kann ekki á svona..)


p.s. Til hamingju með afmælið pabbi minn!

4 comments:

  1. Við vorum einmitt að byrja að horfa á Boardwalk Empire um daginn, eða pilotinn bara, lofar góðu. Ertu að fíla þetta? McDonalds, sund og hamborgari í kvöldmat hljómar eins og minn eigin afmælisdagur ;)

    ReplyDelete
  2. Boardwalk Empire er einn af uppáhaldsþáttunum mínum! :)

    ReplyDelete
  3. Ekkert smá skemmtileg helgi :)
    en þessi hjólaleiga er hérna líka .. algjör snilld :) ég á eftir að testa þetta í sumar :)

    ReplyDelete
  4. haha Heiða, ég fattaði þetta ekki en sé það núna.. ekta Heiðudagur ;)

    en já ég er að elska þessa þætti! hélt þetta yrði of mikið "gangsta-mafíósa eitthvað" en þetta er akkurat passlega "flókið" hehe... ef þið skiljið hvað ég meina :) góðir karakterar, falleg föt og undursamlegt umhverfi!

    já þetta er ótrúlega sniðugt Anja, maður þarf bara að passa sig að hjóla á réttum stað þegar það eru ekki hjólastígar og muna eftir fótbremsunni!

    ReplyDelete