Við og fallega húsið hans Þóris
Í tékknesku sveitinni fær Erró að fara í göngutúr á hverjum morgni
Leifsbúð - litla húsið þar sem við Eyþór gistum en þar fá íslenskir listamenn að stunda list sína
Fyrir utan ísbúðina góðu í Prag
Það var allt troðfullt af túristum í Prag, hér liggur Karlsbrúin.
Þá erum við aftur orðin ein í kotinu.
Mamma, pabbi og systir Eyþórs komu í heimsókn til okkar og fóru heim síðasta föstudag.Það var alveg yndislegt að hafa þau, og svolítið eins og við værum líka í smá fríi, við gerðum svo mikið.
Við eyddum síðustu helgi í Tékklandi, gistum tvær nætur í fallegum húsum í sveitarsælunni rétt fyrir utan Prag hjá föðurbróður Eyþórs. Þar var stjanað við okkur af húsbóndanum, við fengum dýrindiskvöldmat daginn sem við komum og við skoðuðum okkur um í sveitinni hjá Þóri. Daginn eftir var keyrt með okkur í borgina og við fengum skoðunartúr um helstu merkisstaði Prag og að sjálfsögðu fengum við að velja okkur Häagen Dazs ís (þar sem Þórir er eigandi ísbúðarinnar). Við hittum svo fleiri fjölskyldumeðlimi, son Þóris og fjölskyldu hans og fórum út að borða með þeim á fallegum belgískum veitingastað í úthverfi Prag. Enduðum svo daginn á sófakúri með Erró og Mömmu Gógó (eftir smá meira af Häagen Dazs ís sem fannst í frystinum...)
Morguninn eftir lögðum við svo af stað aftur heim til Austurríkis en komum við í nýja uppáhalds bænum okkar Eyþórs sem ég mun segja ykkur frá og sýna ykkur myndir frá seinna í vikunni.
Ég gleymdi að spurja hvernig ís þú valdir þér? :)
ReplyDeleteúff það var eitthvað karamellumadness!
ReplyDeleteeina kúlu af caramel biscuits og hinn var banana og karamelluís. svo heit karamellusósa yfir og smá hnetur. ótrúlega góður!
svo heima hjá Þóri smakkaði ég macademia-nut ís og hann var geggjaður