Thursday, March 10, 2011

Marsgleði

Það er sko margt á dagskrá hjá okkur sem hægt er að hlakka til.
  • Á morgun kemur fjölskylda Eyþórs í heimsókn til okkar og verða þau hjá okkur í viku.
  • Á laugardaginn förum við öll saman til Prag, í heimsókn til föðurbróðurs Eyþórs sem býr þar rétt fyrir utan. Við ætlum að vera þar í tvær nætur.
  • Eftir 16 daga förum við hjúin í 6 daga ferð til Barcelona.


GET EKKI BEÐIÐ eftir þessu öllu saman! 
Gleði gleði í marsmánuði.


Ég hef einu sinni áður komið til Prag, ég fór þegar ég var um 15 ára með fiðlustelpunum og mæðrum okkar. Við höfðum verið að spila út um allan bæ árið áður og söfnuðum fyrir helgarferð þar sem við skoðuðum ýmislegt tengt klassískri tónlist, t.d. heimili Dvořák, fórum á nokkra tónleika, spiluðum á fiðlu dinnertónlistamannsins á veitingastað, við Edda dönsuðum tja tja tja á götum Prag og ég fékk bónorð frá fertugum Mozart karli, móður minni til lítillar ánægju. 


Hér eru nokkrar myndir úr þessari ferð (lítið framhjá fatasmekknum - ég fór ekki úr UFO stóru rauðu buxunum mínum sem ég hafði fengið í Spúútnik rétt áður en þessi ferð var farin). 







Myndir í eigu Ásdísar Elvu Sigurðardóttur, ég hef ekki lagt í það að skanna mínar inn...

4 comments:

  1. haha. við vorum svo töff í klæðaburði hér fyrir nokkrum árum. luv it

    ReplyDelete
  2. ég sé ekkert athugavert við klæðaburðinn Valgerður mín ;) hvað er þetta?! Smá krúttlegt þegar þið Edda eruð í eins bolum nema sitthvorum litnum. Og það fyndna er að ég man eftir þessari ferð ykkar og rauðu buxunum sérstaklega eins og þetta hafi gerst í gær! -Irmý

    ReplyDelete
  3. jájá og við vorum sko í alveg eins buxum líka!

    ReplyDelete
  4. Haha þetta er ekki búið. Mömmur okkar voru ÓVART í eins bolum, mamma í bleikum (like mother like daughter) og Ásdís í aqua bláum! Slæmt

    ReplyDelete