Friday, November 5, 2010

Unterschiedlich

Hér er smá lýsing á því sem við höfum verið að gera síðan við komum til Vínar:

Fórum eitt kvöldið á Cafe Sacher á Hotel Sacher til þess að bragða á frægustu köku Austurríkis, hinni “heimsfrægu” Sacher Torte. Þetta er einn af þeim túristahlutum sem ekki má sleppa í heimsókn til Vínar... allavega að mati Lonely Planet bókarinnar minnar. Það eru svona kökur út um alla Vín, en upprunalega Sacher tertan fæst aðeins á Hotel Sacher þar sem hún var fundin upp. Kaffihúsið var mjög kósý en kakan olli mér vonbrigðum. Hún var heldur þurr og apríkósusultan í miðjunni var ekki að gera nógu góða hluti.


                                                 Hótel Sacher

Annað kvöld langaði okkur að kíkja í sund. Heima á Íslandi fórum við mjög gjarnan í Sundhöllina á kvöldin, bara aðeins að kíkja í pottana þrátt fyrir nístingskulda og jafnvel snjó. Við vildum því kynna okkur sundlaugarmenningu Austurríkisbúa. Við vorum glöð að sjá að ein flottasta innilaug Vínar er í hverfinu okkar og stutt að labba. Þetta sundlaugardæmi var frekar furðulegt. Byggingin var mjög skemmtileg og flott umhverfið en við entumst í svona korter þarna. Það er ein stór sundlaug þar sem engar línur eru til að synda eftir brautum. Það var veeel stappað í lauginni og allir syntu bara einhvern veginn. Okkur leist ekkert á þetta en ákváðum að tjékka á “heita pottinum”. Það var lítil vaðlaug þarna en hún var örugglega kaldari en grunna laugin í Keflavík.. þannig að ekki nenntum við að hanga þar. Stökkbrettin voru reyndar mjög freistandi en nokkur þeirra voru fáránlega há! Á hæstu 2-3 brettunum mega bara "atvinnumenn" stökkva. Klefinn, klósettin og sturturnar voru svo öll á sitthvorum staðnum. Svo voru (líkams)þurrkarar fyrir utan sturtuherbergin og þar stóð fólk með handlæðið utan á sér og leyfði kroppnum að þorna.. fyrir framan alla. Hins vegar var ég langsvekktust með saununa þarna. Ekki að við höfum farið í hana þar sem það kostaði 13 evrur aukalega að fara í gufu. Er ekki í lagi? Við röltum heim og ákváðum að láta sundlaugarnar alveg vera þetta árið.


Hér getiði séð stökkbrettin - (myndir: google images)


Elín Inga æskuvinkona mín ákvað að kíkja í stutta heimsókn til Vínar áður en hún fór heim frá Frakklandi. Hún kíkti yfir í einn sólahring og við power-túriststuðumst um borgina, kíktum í kirkjur, skoðuðum fallegar byggingar, fórum á markaðinn og enduðum kvöldið á Akakiko sem er sushikeðja hér í Vín. Rosa gaman að fá næturgest til okkar og getur hún örugglega mælt með stóru upplásnu dýnunum okkar... (p.s. Ryan Air flýgur frá London til Bratislava sem er bara klst í burtu frá Vín, fáránlega ódýrt). Hint hint...


Svona mynd fá allir sem koma í heimsókn til Vínar, til heiðurs Lil Kim vinar okkar.


Síðasta laugardag fórum við hjúin á fyrsta handboltaleikinn okkar. Þið sem þekkið okkur vitið að við erum fjarri því að vera handboltaaðdáendur en við vorum forvitin að sjá stemninguna. Austurríki tók á móti Íslandi í bæ 40 mín frá Vín og við fórum þangað með 5 öðrum Íslendingum. Stemningin var vægast sagt frábær. Meirihlutinn af heimamönnum var með fána og þau sungu og sungu með lögunum og lifðu sig þvílíkt inn í leikinn. Húsið trylltist gjörsamlega þegar lög með DJ Ötzi komu á fóninn! Leikurinn endaði þó ekki vel fyrir okkur, “Niederlage” af bestu gerð.

                                       Við mættum rétt í tæka tíð fyrir þjóðsönginn  

Eyþór og Haukur ánægðir með eitthvað annað en frammistöðu Íslendinga..

   Markmaður Íslands sennilega að fá á sig mark... sem var ekki sjaldséð sjón á þessum leik.

Austuríkismenn með fánana og sennilega að syngja með DJ Ötzi

Íslenskur drengur flottur á því

Einn íslenskur stuðningsmaður var sérstakleg niðurbrotinn vegna ósigursins


- V


4 comments:

  1. Gaman að fá innsýn í lífið ykkar í Vín
    knús á ykkur mamma

    ReplyDelete
  2. Vá hvað ég er ánægð með myndatökudugnaðinn í ykkur! Langar bilað á þessi stökkbretti!

    ReplyDelete
  3. Ég er sjúk í vínarævintýrin þín Valgerður, keep it up!

    ReplyDelete
  4. Alltaf jafn gaman að lesa... og allar myndirnar alltaf svo flottar. Maður verður greinilega að heimsækja Vín sem fyrst ;)

    kv. Helga Dagný

    ReplyDelete