Friday, November 26, 2010

Draper og karamellufrappó



Ég er rosalega léleg í að koma með sniðugar hugmyndir um hvernig ég eigi að byrja þessar færslur.
En þetta hef ég verið að gera undanfarið:

·      Fór í aðal óperuna hér í Vín og sá fallega balletsýningu með nokkrum vinum. Salurinn og byggingin voru auðvitað undurfögur og ég kunni ágætlega að meta ballettinn, þó ég sé kannski ekki mikill aðdáandi. Keyptum ódýrustu sætin (ég komst að því þegar ég sá að verið var að selja KÍKI frammi á gangi þar sem maður labbaði inn hjá sætunum okkar) en okkur langaði bara að prófa að upplifa óperuna, klæða okkur fínt upp og svona.
·      Við skoðuðum Belvedere höllina (að utan) sem er ekki mjög langt frá okkur. Hún er held ég næst “frægasta” höllin í Vín, en ég var ekki yfir mig hrifin. Schönbrunn er mun fegurri.
·      Búin að fara 2svar á lunchdate á All you can eat – Running sushi stað, fór fyrst með stelpunum og var yfir mig hrifin þannig að ég tók drenginn með næst (hann var mjög spenntur yfir ALL YOU CAN EAT). Það má semsagt fá sér eins marga diska og maður vill og það kostar 8,80 evrur eða 1300 kr. íslenskar. Það er hægt að fá sér alls konar sushi, kjúkling, ávexti, fullt af djúpsteiktum Kína-mat, ís, köku og ég veit ekki hvað og hvað! Mjög gaman líka á running sushi og maturinn góður.
·      Fór með mínum heittelskaða fínt út að borða á Motto, svaka hip og kúl stað með fáránlega flottum húsgögnum, yndislegri þjónustu og ennþá betri mat! Fáir réttir á matseðlinum sem þýðir oftast gæði gæði gæði. Staðurinn er líka á “leynistað” – í hliðargötu í 5.hverfi og hann er ekkert merktur nema með pínulitlu merki framan á hurðinni og þú sérð ekkert inn um gluggana. Svaka spennó...
·      Fékk mér besta karamellu frappó ever. Allt slíkt er greinilega drasl á Íslandi, ég var í sjokki (já í sjokki) yfir því hversu gott þetta var. Katrin, nýja sæta austurríska vinkona mín fær prik fyrir að fara með mig á Coffee Day þar sem úrvalið af kaffidrykkjum var rosalegt (sem er nauðsynlegt fyrir ekki-kaffidrykkjukonuna mig).
·      Fór á pakistanskan veitingastað með annarri austurrískri vinkonu (maður er að reyna að mingla við heimamenn sjáiði til) rétt hjá skólanum mínum í hádeginu í gær sem var æði. Þar er konseptið þannig að þú færð þér eins mikið og þú vilt að borða og borgar svo eins mikið og þú vilt borga! Hah, þetta myndi aaaldrei gerast á Íslandi! Það voru nokkrir réttir sem hægt var að velja um, maður fer og fær sér sjálfur..og svo aftur og aftur ef maður vill. Hendir svo smá pening í kassakonuna áður en maður fer út.

Hér gætuð þið farið að halda að það eina sem ég geri er að fara út að borða, en því fer fjarri. Hér á Landgutgasse er næstum matreitt 3svar sinnum á dag. Ég ríf mig framúr á hverjum morgni og útbý morgunmat handa okkur (hafragraut með fullt af drasli eða hreint jógúrt með fullt af drasli), í hádeginu sameinumst við hjú fyrir framan steikingarpönnuna oftar en ekki með egg, smá kjöt eða eitthvað í þá áttina. Kvöldunum skiptum við svona nokkurn veginn jafnt niður og keppumst við um að matreiða hollan kvöldmat fyrir hvort annað. (ef þið haldið að þetta sé allur tíminn sem ég eyði í eldhúsinu, think again.. ég var að kyngja síðasta bita af nýbökuðum graskers/valhnetumöffins sem voru að koma úr ofninum rétt eftir miðnætti og þetta er ekki sjaldséð athöfn. Er að prófa mig áfram í hollustuhrákökubakstri og það hefur slegið í gegn síðustu 2 helgar, þær hafa báðar verið búnar á sunnudegi og já við erum einu étendurnir...plís, vill einhver fara að koma í heimsókn?)

Annars erum við nokkuð slök á því þessa dagana.. framundan er eitt lokapróf hjá mér í kúrsinum sem ég er í HÍ, annars eru það bara jólamarkaðir, þýskuæfingar, ræktin og Mad Men sem kemst að þessa dagana.

Yfir þessum er slefað annað hvert kvöld hérna... (og það er ekki bara ég!!)



- V

(p.s. klukkan á þessu blessaða bloggi er greinilega eitthvað að flippa en kl. er að verða 1 um nótt núna.. metnaður ekki satt?)

8 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Ókei halló herra kyntröll! Er þessi sjarmör í mad men? Hvar hef ég verið.

    Og jáá, þú ert svolítið dugleg að fara út að borða....allavega borða :) Hlakka til að koma út og borða með þér elskuleg.

    ReplyDelete
  3. dugleg í eldhúsinu maður! ég elda max 2x í viku nánast...og þá er það alltaf risotto, fljótlegast og ódýrast....spurning um að fara taka þig sem fordæmi og sýna húsmóðurhæfileikana

    ReplyDelete
  4. mmm ég elska risotto! nýjasta uppgötvunin mín, hafði aldrei prófað það fyrr en fyrir um mánuði síðan

    en já verður maður ekki allavega að halda einum þætti húsmæðraskólans við? ég hef allavega ekki snert prjónana síðan ég hætti..

    -valgerður

    ReplyDelete
  5. mikið finnst mér gott að heyra að þú sjokkerast líka þarna útí heimi og auðvita er ég alltaf í sjokki hérna heima ;)

    - ellen agata

    ReplyDelete
  6. haha!
    maður hættir náttla ekkert að sjokkerast þó maður flytji til útlanda..

    -v

    ReplyDelete
  7. Hæ sæta.
    Gott að allt gengur vel hjá ykkur, alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar :)
    Og eigum við að ræða Don Draper eitthvað..habahaba.....elska þessa þætti!

    Love og knús frá klakanum
    Vala frænka :)

    ReplyDelete
  8. Valgsa mín :) ég vildi bara láta vita af mér hér :) Þó ég kommenti ekki jafn mikið á blogg og ég geri á myndir þá finnst mér þau skemmtileg! :) Haltu áfram að vera iðin við skrifin :)

    p.s. Don var hér í heimsókn í gær, sá svikuli ljóti (sæti) maður..

    Kv. Lilja

    ReplyDelete