Friday, March 25, 2011

Tékkland 2.hluti - Český Krumlov










Á leiðinni aftur heim til Vínar frá Prag komum við við í að ég held fallegasta bæ sem ég hef augum litið! Yndislega lítið þorp þar sem hvert einasta hús er gamaldags og fallegt. Enda er bærinn Český Krumlov á Heimsminjaskrá UNESCO (en tilgangur skráarinnar er varðveisla staða sem teljast sérstaklega merkilegir frá menningarlegu og/eða náttúrufræðilegu sjónarmiði og eru taldir hluti af menningararfi mannkyns - samkvæmt wikipedia).

Við spókuðum okkur um í sólinni og röltum um þetta litla fallega þorp, fengum okkur tékkneskan hádegismat og tókum fullt fullt af myndum.

Wednesday, March 23, 2011

Þrennt fallegt...

... á þessum fallega sólardegi í Vín (15 stiga hiti í dag :)


Aðeins styttri og þá væri þessi kápa fullkomin fyrir mig

Oh my oh my! þessa þarf ekkert að gera við, þeir eru fullkomnir eins og þeir eru. Meirasegja flatbotna og allt.



..og eitt fallegt lag.

Monday, March 21, 2011

Tékkland - fyrri hluti: Prag

Við og fallega húsið hans Þóris

Í tékknesku sveitinni fær Erró að fara í göngutúr á hverjum morgni

Leifsbúð - litla húsið þar sem við Eyþór gistum en þar fá íslenskir listamenn að stunda list sína

Fyrir utan ísbúðina góðu í Prag

Það var allt troðfullt af túristum í Prag, hér liggur Karlsbrúin.








Þá erum við aftur orðin ein í kotinu.
Mamma, pabbi og systir Eyþórs komu í heimsókn til okkar og fóru heim síðasta föstudag.
Það var alveg yndislegt að hafa þau, og svolítið eins og við værum líka í smá fríi, við gerðum svo mikið.


Við eyddum síðustu helgi í Tékklandi, gistum tvær nætur í fallegum húsum í sveitarsælunni rétt fyrir utan Prag hjá föðurbróður Eyþórs. Þar var stjanað við okkur af húsbóndanum, við fengum dýrindiskvöldmat daginn sem við komum og við skoðuðum okkur um í sveitinni hjá Þóri. Daginn eftir var keyrt með okkur í borgina og við fengum skoðunartúr um helstu merkisstaði Prag og að sjálfsögðu fengum við að velja okkur Häagen Dazs ís (þar sem Þórir er eigandi ísbúðarinnar). Við hittum svo fleiri fjölskyldumeðlimi, son Þóris og fjölskyldu hans og fórum út að borða með þeim á fallegum belgískum veitingastað í úthverfi Prag. Enduðum svo daginn á sófakúri með Erró og Mömmu Gógó (eftir smá meira af Häagen Dazs ís sem fannst í frystinum...)


Morguninn eftir lögðum við svo af stað aftur heim til Austurríkis en komum við í nýja uppáhalds bænum okkar Eyþórs sem ég mun segja ykkur frá og sýna ykkur myndir frá seinna í vikunni.

Thursday, March 10, 2011

Marsgleði

Það er sko margt á dagskrá hjá okkur sem hægt er að hlakka til.
  • Á morgun kemur fjölskylda Eyþórs í heimsókn til okkar og verða þau hjá okkur í viku.
  • Á laugardaginn förum við öll saman til Prag, í heimsókn til föðurbróðurs Eyþórs sem býr þar rétt fyrir utan. Við ætlum að vera þar í tvær nætur.
  • Eftir 16 daga förum við hjúin í 6 daga ferð til Barcelona.


GET EKKI BEÐIÐ eftir þessu öllu saman! 
Gleði gleði í marsmánuði.


Ég hef einu sinni áður komið til Prag, ég fór þegar ég var um 15 ára með fiðlustelpunum og mæðrum okkar. Við höfðum verið að spila út um allan bæ árið áður og söfnuðum fyrir helgarferð þar sem við skoðuðum ýmislegt tengt klassískri tónlist, t.d. heimili Dvořák, fórum á nokkra tónleika, spiluðum á fiðlu dinnertónlistamannsins á veitingastað, við Edda dönsuðum tja tja tja á götum Prag og ég fékk bónorð frá fertugum Mozart karli, móður minni til lítillar ánægju. 


Hér eru nokkrar myndir úr þessari ferð (lítið framhjá fatasmekknum - ég fór ekki úr UFO stóru rauðu buxunum mínum sem ég hafði fengið í Spúútnik rétt áður en þessi ferð var farin). 







Myndir í eigu Ásdísar Elvu Sigurðardóttur, ég hef ekki lagt í það að skanna mínar inn...

Tuesday, March 8, 2011

Vínarbúar - 2.hluti








...og ein af ljósmyndaranum sjálfum, uppáhalds Vínarbúanum mínum.

Monday, March 7, 2011

Unsere Wochenende

Þar sem þessi síða á ekki að fara verða einhver matarbloggsíða þá ætla ég að segja frá nýliðinni helgi – og já þetta verður nákvæmt eins og bloggin voru í gamla daga.. he he.

Fimmtudagur
Þetta var síðasti dagurinn okkar í þýskunámskeiðinu sem við vorum í allan febrúarmánuð, þrjá morgna í hverri viku. Planið er að vera duglegri að æfa okkur í þýskunni, lesa meira dagblöðin og jafnvel horfa á einn og einn döbbaðan Simpsons. Ég fór svo niðrí bæ og hitti nýja Erasmusnema, en langflestir skiptinemavinir mínir fóru heim eftir síðustu önn. Við fengum túr um þinghús Austurríkis, fengum að vita allt um arkitektúr hússins sem og eitthvað um starfsemi þingsins. Byggingin er mjög falleg og tignarleg og tók það um 40 ár að byggja hana. Um 40% af henni var svo sprengd í seinni Heimsstyrjöldinni en reynt var að gera sem nákvæmustu eftirlíkingu af því sem eyðilagðist, nema bara með nútímabyggingarefni.

Fengum ekki að taka myndir inni...

Eyþór kom svo og hitti mig og við fórum í göngutúr í 18.hverfi og skoðuðum Tyrkjagarðinn (Turkenchanzpark) og flottu villurnar í 19.hverfi.





Um kvöldið kíktum við í heimsókn til íslenskra vina og horfðum á Óperuballið. Það er stærsta og flottasta ballið í Vín, en það er ball-season alveg frá janúar-mars hér, þar sem allir mæta í sínu fínasta pússi, hver drykkur kostar 2þúsund kall og eru þau haldin í einhverri af flottu höllunum/sölunum hér. Óperuballið er þó eingöngu fyrir frægasta og ríkasta fólk Austurríkis og kostar ódýrasti miðinn um 100þúsund krónur og sá dýrasti svona 2 milljónir ef reiknað er í íslenskum krónum. Í byrjun kvölds eru “debutants” – semsagt börn fræga og ríka fólksins kynnt inn í samfélagið og það dansar vals (einhverjir muna kannski eftir “debutans” í OC þáttunum hér í denn). Þessu öllu saman er svo sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu, með “red carpet talks” og öllu. Lára vinkona okkar hér í Vín er í klæðskeraskóla og hún ásamt annarri saumaði kjól á eina af fjórum konunum sem leiddi inn “debutans” og fékk Lára því að sjá kjólinn sinn í sjónvarpinu ásamt um 1,5 milljón öðrum Austurríkismönnum.


Föstudagur
Eftir að hafa þrifið íbúðina laug ég að Eyþóri að ég þyrfti að fara upp í skóla að redda einhverju vegna skráningar fyrir næstu önn en leið mín lá beint á Mariahilferstrasse og göturnar þar í kring í leit að afmælisgjöf handa drengnum sem á afmæli næstu helgi. Kvöldinu var eytt í áhorf á Boardwalk Empire og jöplun á ávöxtum og valhnetuosti sem er nýja uppáhaldið okkar. Ég sem er engin ostamanneskja, þorði að smakka þennan skrítna ost (að ég hélt) hjá Kela og Láru kvöldið áður og alveg féll fyrir honum! Mæli með að þið gerið ykkur ferð í Ostabúðina heima, þar sem ég hef ekki séð þetta í matvöruverslunum.



Laugardagur
Þar sem við munum eyða afmælisdegi drengsins í Prag með fjölskyldu hans, langaði mig að hafa óvæntan afmælisdag sem við tvö myndum njóta saman. Laumaði mér út um morguninn þegar drengurinn var enn í fastasvefni og rölti á McD og keypti handa okkur morgunmat (sem hann elskar by the way... og þó ég borði yfirleitt ekki matinn þarna, þá um leið og hann heitir breakfast þá er ég til..pönnukökur, english muffin með eggi og beikoni, ójájájá). Kom við í leiðinni hjá blómakonunni og pikkaði upp rauðar rósir (sem drengurinn sagði seinna um daginn “ég tók ekkert eftir þessum blómum fyrr en eftir að við vorum búin að borða..eina sem ég sá var McDonalds pokinn og gjöfin. Enda segir hann alltaf að þegar ég kaupi blóm handa honum þá er ég í rauninni að kaupa þau handa mér.... haaa!? Neeeeii...) Ég dró hann svo út í næsta Strassenbahn sem fór með okkur lengst inn í 10.hverfi (hverfið okkar) og honum var alveg hætt að litast á blikuna hvert við værum eiginlega að fara. Þar sem við erum nokkuð sund/heitapottasjúk þegar við erum heima þá datt mér í hug að fara með hann í Oberlaa Therme Wien og það var voða indælt. Ekki alveg nógu heitt vatnið fyrir okkar smekk, en flott þarna inni og við nutum okkar.

(ekki okkar myndir)

Um kvöldið var farið á AJ’s American Diner í eðal hamborgara, þar sem hamborgarasjúki drengurinn er ekki nógu ánægður með litlar vinsældir ameríska hamborgarans í Vín, en hér virðist fólk láta Maccarann eða Burger King duga.

Sunnudagur
Eins og vanalega var nokkuð mikið um hangs og skypespjall við vini og ættingja á Íslandi. Annars fór ég í hörkuhjólatúr en hér er svo sniðugt kerfi að hægt er að leigja sér hjól út um alla borg og ef maður skilar því aftur innan klukkustundar þá kostar það ekki neitt, ef maður er lengur en 1 klst þá kostar það held ég 1 evru, 2 evrur fyrir 2 klst osfv. Fjöldi hjólastöðva eru staðsettar um borgina og maður má skila á hvaða stað sem er. Ekkert smá hentugt og gaman að geta tekið smá hjólatúr af og til og skoðað nýja parta af borginni um leið.

Jæja, ég held ég slútti þessari ritgerð.

Kv. V

(myndir af Óperuballi, Therme Wien og Boardwalk Empire teknar af google images - þarf kannski að geta nákvæmari heimilda? kann ekki á svona..)


p.s. Til hamingju með afmælið pabbi minn!

Wednesday, March 2, 2011

Kínóa í 3ja veldi

Nýjasta æðið hjá mér í eldhúsinu er kínóa. 
Smá fróðleikur um kínóa ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala..


Kínóa á rætur sínar að rekja til Andesfjalla. Þar hefur það spilað stórt hlutverk í mataræði og næringu Inkanna í yfir 6000 ár. Inkarnir mátu kínóað mikils og töldu það vera móður alls korns. Kínóað lítur út eins og litlar kremlitaðar kúlur og minna á hirsi og er oft kallað “litla hrísgrjónið”. Það er 1 ½ - 2 mm að þvermáli
Kínóa er ekki eiginleg korntegund heldur er það fræ af Chendopodium ætt og náskylt bæði rauðrófum og spínat. Inkarnir borðuðu ekki bara fræið heldur líka blöðin af plöntunni sem eru græn og mjög góð í salat. Kínóað er afar próteinríkt  og alveg glútenlaust. Það inniheldur allar 8 amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar. Það inniheldur einnig mikið af trefjum, omega 3 fitusýrum, járni, b-vítamínum og steinefnum. Það hefur lágt fituhlutfall og er frábær uppspretta flókinna kolvetna.
- Tekið af lifraent.is.

Ég er búin að vera að leika mér með þetta hráefni síðastliðnar vikur og prófaði að nota þetta í kvöldmat, morgunmat og eftirrétt. 

Ég prófaði að gera kvöldverð úr kínóa úr uppskrift sem ég fékk hjá Krúsku en breytti henni svolítið. 
Hér er uppskriftin aðlöguð að mínum þörfum:

1 laukur
3 hvítlauskrif
2 dl kínóa
rúmlega 4 dl af vatni
slatti af karrý og svörtum pipar (kannski um 1 og hálf tsk)
svolítið af salti og cumin
smávegis af kanil
einn grænmetisteningur
eins mikið og þið viljið af:
gulrótum
papriku
kúrbít - allt grænmeti smátt skorið
hnetumix



Ég byrja á því að steikja lauk og hvítlauk í smá stund á nokkuð stórri og djúpri pönnu, skelli svo restinni af grænmetinu út í og steiki aðeins. Því næst helli ég kínóainu útá og krydda með ofantöldum kryddum. Set vatnið útá og þvínæst teninginn. Set lokið á pönnuna og leyfi að sjóða í um 15-20 mín (á meðalhita). Smakka og athuga hvort kínóað sé ekki orðið hæfilega mjúkt. Yfir þetta strái ég svo þeim hnetum sem ég á hverju sinni. 

Ég hef notað þetta sem "side-dish" með kjöti en einnig hef ég sett hvítar baunir út á og haft sem aðalrétt. Þetta er sjúklega gott! Kryddblandan passar ótrúlega vel með kínóainu og þetta er orðinn einn af þeim réttum sem ég mun alltaf gera af og til.

Taka 2

Eftir að hafa gert þennan rétt nokkrum sinnum ákvað ég að tilraunast einn morguninn. Í staðinn fyrir hafra í hafragrautinn ákvað ég að prófa að nota kínóa. Mikil mistök. Allavega fannst okkur þetta ekki gott þrátt fyrir að ég sturtaði úr kanilstauknum, setti uppáhalds hafragrautshráefnin; banana, valhnetur og rúsínur þá var þetta bara ekki að gera sig. 


Taka 3

....heppnaðist bara nokkuð vel! 
Fann uppskrift á netinu þar sem kínóa er notað í staðinn fyrir hveiti í súkkulaðiköku. Semsagt glútenfrí, en samt ekkert sú hollasta sem ég hef gert. Hún bragðaðist mjög vel og maður fann ekkert bragð af kínóainu, heldur var það bara "fylling" í kökuna.


Uppskriftina má finna hér (og einnig mun girnilegri mynd!). Ég helmingaði hana þó þar sem við Eyþór erum oftast þau einu sem borða þessar kökur mínar hérna úti..

Eitt verð ég þó að viðurkenna að þegar kemur að mataræði þá er ég algjör hræsnari! 90% þeirra máltíða (morgun, - hádegis, og kvöldmatur)  sem ég borða eru í hollari kantinum en hins vegar er ég millimáltíðasnakkari dauðans. Og þó ég sé oft bakandi hollustukökur þá er ég samt sjúk í nammi og bakarís-bakkelsi. Þannig að ekki halda að ég sé einhver hollustuengill í einu og öllu...

kv. EldhúsarBjörkPálsdóttir