Friday, October 29, 2010

Byrjunin á á Vínardvöl


Eftirvæntingin skein úr augunum á okkur þegar við löbbuðum inn í nýju íbúðina okkar nokkrum klukkutímum eftir að við lentum í Vín (fórum fyrst í smá kaupleiðangur með Evu á meðan verið var að fínpússa heimilið). Og ó, hvað við urðum glöð! Við höfðum ekki séð neinar myndir af íbúðinni en Eva og Rainer maðurinn hennar höfðu tekið hana alla í gegn fyrir komu okkar. Og niðurstaðan varð sú að hún er næstum fullkomin fyrir okkur. Nýjar innréttingar í stíl við antíkhúsgögn og falleg ljós er eitthvað sem við fílum í botn.



Fyrstu vikunnni eyddum við í að koma okkur fyrir, redda öllu sem þarf þegar maður flytur á nýjan stað.
Fyrsta helgin í Vín var frábær. Ég átti von á vini mínum frá Seattle sem var að ferðast um Evrópu í nokkrar vikur. Við hittum Drew á hótelinu hans og eyddum helginni með honum. Það var yndislegt að hitta hann aftur og hann og Eyþór náðu vel saman. Á föstudeginum fórum út í sushi með ansi mörgum Erasmus dömum ásamt tveimur austurrískum og fórum svo í “welcome party” á vegum ESN sér um félagslífið hérna fyrir Erasmus nemana. Á laugardeginum túristaðist kaninn aðeins með ferðafélugum sínum á meðan við hjúin lágum í sófanum og átum besta kebabið í borginni, sem fæst hérna á horninu fyrir 2 evrur hjá meistara Lil Kim. Við létum þynnku þó ekki stoppa okkur í að kíkja út seinnipartinn.





Á dagskránni var að kíkja á nokkur söfn en einu sinni á ári er “safnanótt” – Lange Nacht der Museen í Vín. Við borguðum 11 evrur og höfðum tækifæri á því að skoða öll söfn Vínar frá um 6 um kvöldið til 1 um nóttina. Við náðum að skoða fjögur söfn sem voru öll mjög áhugaverð. Fórum á Sigmund Freud – og Mozart safnið þar sem íbúðir þeirra höfðu verið varðveittar og breytt í safn um líf þeirra og verk. Það var ansi skemmtilegt að sjá hvernig þeir bjuggu og ímynda sér lífið í Vín á þessum tímum. Við skoðuðum einnig hljóðfærasafnið á landsbókasafninu (sem er by the way ein uppáhalds byggingin mín í Vín) sem hafði að geyma fullt af eldgömlum og fallegum hljóðfærum. Við enduðum kvöldið á litlu skósafni þar sem skósmiðir voru að vinnu og höfðu fjöldann allan af skóm til sýnis frá ýmsum tímabilum.




Borgin er annars alveg hreint æðisleg! Maður labbar stundum um og trúir varla sínum eigin augum yfir fegðurð sumra bygginganna hérna, enda hefur fjöldinn allur af listamönnum, tónskáldum og öðrum merkismönnum orðið fyrir áhrifum hennar (maður er alltaf að læra um fleiri og fleiri merka menn sem bjuggu í Vín eins og t.d. Mozart, Vivaldi, Beethoven, Haydn, Sigmund Freud, Gustav Mahler ofl.) Borgin er frekar róleg, hrein og örugg en Vínarbúar eru um 1,7 milljón. Hún skiptist í 23 hverfi, sem öll eru staðsett hringinn í kringum 1.hverfið, sem er eins og þið flest hafið eflaust giskað á – miðbærinn. Við Eyþór hlökkum til að eyða næstu (allavega) 9 mánuðum hérna, sá fyrsti hefur allavega verið æði!
Meira næst um skólann, hverfið, vinnuna og undarlega siði Vínarbúa...


Auf wiederhören!



2 comments:

  1. ææ Valgerður æðislegt að lesa þetta frá þér - svo spennó :)

    - Ellen Agata

    p.s. takk fyrir póstkortið, það var virkilega skemmtilegt að fá það og kallinn mega sætur framaná ;)

    ReplyDelete
  2. vá hvað er gaman að lesa bloggið þitt sæta mín. Mikið öfunda ég þig, þetta lítur allt mjög vel út. Meira segja nýju vinkonurnar líka ;) sakna þín.
    Knus Hildur Guðbjörg

    ReplyDelete